Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar". Smálán Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar".
Smálán Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira