Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2018 11:00 Algeng sjón við Gullfoss Vísir/Vilhelm Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofunni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar.Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í gær en forsvarsmenn Super Break komu til Akureyrar á mánudaginn í fylgd forráðamanna flugfélagsins Titan Airways sem mun fljúga fyrir ferðaskrifstofuna. Super Break skipulagði alls fjórtán ferðir á síðasta ári til Akureyrar en í vetur mun fjöldi ferða ríflega tvöfaldast og verða 29.„Aðallega bara vegna eftirspurnar frá viðskiptavinum. Þrátt fyrir vandræðin sem við lentum í í fyrra skemmtu viðskiptavinirnir sér í nær öllum tilfellum frábærlega,“ segir Chris Hagan, framkvæmdastjóri hjá Super Break, aðspurður um af hverju ákveðið hafi verið að fjölga ferðum.Chris Hagan, framkvæmdastjóri hjá Super Break.Æfa aðflug svo að ekkert óvænt komi upp Vandræðin sem Hagan vísar til eru tilfelli sem komu upp þar sem flugmenn pólska flugfélagsins Enter Air, sem flaug ferðirnar fyrir Super Break síðasta vetur, gátu ekki lent á Akureyrarflugvelli og flugu þess í stað til Keflavíkur. Gerðist það í alls sex skipti af þeim fjórtán sem áætlað var að lenda á Akureyri.Við þetta voru heimamenn ekki sáttir og í skýrslu flugklasans AIR 66N um flugferðirnar sagði að í sumum tilvikum væri erfitt að skrifa ákvörðunina um að fljúga til Keflavíkur á annað en tregðu eða vanhæfni flugfélagsins. Til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig var ákveðið að semja við Titan og ástæða heimsóknarinnar til Akureyrar í vikunni var að taka upp þjálfunarefni fyrir flugmenn félagsins. „Við komum með þjálfunarstjórana okkar og við ætlum að kanna aðflugsleiðir og aðstæður á flugvellinum. Við tökum það upp og förum með myndböndin aftur til London og þannig geta flugmennirnir okkar fengið góða yfirsýn yfir aðstæður hérna á Akureyrarflugvelli,“ segir Alastair Kiernan, framkvæmdastjóri hjá Titan.Ætla að leggja allt í sölurnar Lengi hefur verið talað fyrir því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og segir Hagan að ástæða þess að Akureyri og Norðurland varð fyrir valinu sé tvíþætt. „Við höfum verið að selja ferðir til Íslands í meira en fimmtán ár. Suðurhluti landsins er heillandi en þar er mjög mikið að gera. Næstum því jafn mikið að gera á veturna og sumrin. Ef maður fer á Gullfoss og Geysi og þessa staði þá eru þar bara rútur í röðum fullar af fólki,“ segir Hagan. Norðrið sé hins vegar enn þá tiltölulega ósnert frá sjónarhóli ferðamannsins, sérstaklega á veturna, og þannig sé hægt að bjóða þeim upp á einstaka upplifun „Við erum að fara með viðskiptavini okkar að Mývatni og stundum, sérstaklega í janúar og febrúar, þá eru þeir kannski eina fólkið á staðnum. Það er miklu betri upplifun fyrir viðskiptavini okkar. Náttúruleg fegurð Norðurlands er að mínu mati meiri en á Suðurlandi, með fullri virðingu fyrir vinum mínum sem búa þar,“ segir Hagan. Kiernan er einnig handviss um það að flugið munið ganga smurt fyrir sig enda sé flugvélaflotinn nútímalegur og starfsliðið vel þjálfað. Hann gerir sér þó grein fyrir því að flug á norðurslóðum á þessum tíma ársins geti verið vandasamt. „Ég held að með því að koma hingað séum við að sýna að við munum leggja allt í sölurnar til þess að tryggja að ekkert komi á óvart. Ég er viss um að þetta muni ganga vel en auðvitað mun veðrið kannski hafa einhver áhrif á það, en við munum gera okkar besta.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði flugin. 6. apríl 2018 11:14 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofunni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar.Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í gær en forsvarsmenn Super Break komu til Akureyrar á mánudaginn í fylgd forráðamanna flugfélagsins Titan Airways sem mun fljúga fyrir ferðaskrifstofuna. Super Break skipulagði alls fjórtán ferðir á síðasta ári til Akureyrar en í vetur mun fjöldi ferða ríflega tvöfaldast og verða 29.„Aðallega bara vegna eftirspurnar frá viðskiptavinum. Þrátt fyrir vandræðin sem við lentum í í fyrra skemmtu viðskiptavinirnir sér í nær öllum tilfellum frábærlega,“ segir Chris Hagan, framkvæmdastjóri hjá Super Break, aðspurður um af hverju ákveðið hafi verið að fjölga ferðum.Chris Hagan, framkvæmdastjóri hjá Super Break.Æfa aðflug svo að ekkert óvænt komi upp Vandræðin sem Hagan vísar til eru tilfelli sem komu upp þar sem flugmenn pólska flugfélagsins Enter Air, sem flaug ferðirnar fyrir Super Break síðasta vetur, gátu ekki lent á Akureyrarflugvelli og flugu þess í stað til Keflavíkur. Gerðist það í alls sex skipti af þeim fjórtán sem áætlað var að lenda á Akureyri.Við þetta voru heimamenn ekki sáttir og í skýrslu flugklasans AIR 66N um flugferðirnar sagði að í sumum tilvikum væri erfitt að skrifa ákvörðunina um að fljúga til Keflavíkur á annað en tregðu eða vanhæfni flugfélagsins. Til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig var ákveðið að semja við Titan og ástæða heimsóknarinnar til Akureyrar í vikunni var að taka upp þjálfunarefni fyrir flugmenn félagsins. „Við komum með þjálfunarstjórana okkar og við ætlum að kanna aðflugsleiðir og aðstæður á flugvellinum. Við tökum það upp og förum með myndböndin aftur til London og þannig geta flugmennirnir okkar fengið góða yfirsýn yfir aðstæður hérna á Akureyrarflugvelli,“ segir Alastair Kiernan, framkvæmdastjóri hjá Titan.Ætla að leggja allt í sölurnar Lengi hefur verið talað fyrir því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og segir Hagan að ástæða þess að Akureyri og Norðurland varð fyrir valinu sé tvíþætt. „Við höfum verið að selja ferðir til Íslands í meira en fimmtán ár. Suðurhluti landsins er heillandi en þar er mjög mikið að gera. Næstum því jafn mikið að gera á veturna og sumrin. Ef maður fer á Gullfoss og Geysi og þessa staði þá eru þar bara rútur í röðum fullar af fólki,“ segir Hagan. Norðrið sé hins vegar enn þá tiltölulega ósnert frá sjónarhóli ferðamannsins, sérstaklega á veturna, og þannig sé hægt að bjóða þeim upp á einstaka upplifun „Við erum að fara með viðskiptavini okkar að Mývatni og stundum, sérstaklega í janúar og febrúar, þá eru þeir kannski eina fólkið á staðnum. Það er miklu betri upplifun fyrir viðskiptavini okkar. Náttúruleg fegurð Norðurlands er að mínu mati meiri en á Suðurlandi, með fullri virðingu fyrir vinum mínum sem búa þar,“ segir Hagan. Kiernan er einnig handviss um það að flugið munið ganga smurt fyrir sig enda sé flugvélaflotinn nútímalegur og starfsliðið vel þjálfað. Hann gerir sér þó grein fyrir því að flug á norðurslóðum á þessum tíma ársins geti verið vandasamt. „Ég held að með því að koma hingað séum við að sýna að við munum leggja allt í sölurnar til þess að tryggja að ekkert komi á óvart. Ég er viss um að þetta muni ganga vel en auðvitað mun veðrið kannski hafa einhver áhrif á það, en við munum gera okkar besta.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði flugin. 6. apríl 2018 11:14 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði flugin. 6. apríl 2018 11:14
Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39