Innlent

Már upptekinn í útlöndum

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Már Guðmundsson seðlaankastjóri.
Már Guðmundsson seðlaankastjóri. Fréttablaðið/Stefán
Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Fréttablaðið óskaði í gær eftir viðtali við seðlabankastjóra en fjölmiðlar hafa reynt að fá viðbrögð frá honum við dómi Hæstaréttar í Samherjamálinu í síðustu viku. Már hefur ekki orðið við því þar sem hann er erlendis.

Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, sagði Má hvorki geta veitt viðtöl í gær né í dag vegna fundarhaldanna í Basel.

Í málinu ógilti Hæstiréttur stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á reglum um gjaldeyri árið 2016. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði dóminn marka endalok sjö ára aðfarar Seðlabankans á hendur Samherja og að bankinn hefði beðið afhroð. Í viðtali við Vísi bar Þorsteinn refsiverða háttsemi upp á bankastjórann auk þess sem hann hefur verið krafinn afsagnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur stigið fram og lýst stuðningi við Má og sagt stöðu hans örugga. Í gær sendi hún svo formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands bréf vegna umfjöllunar um málið. Óskaði Katrín eftir greinargerð bankaráðs um málið. Már hefur hins vegar ekki gefið færi á að vera spurður þeirrar spurningar hvort hann íhugi stöðu sína, sem fyrr segir.


Tengdar fréttir

Samherji segir rangt sagt frá

Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál

Krefst skýringa frá Seðla­bankanum vegna Sam­herja­málsins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×