Kaupæði greip netverja sem versluðu fyrir hundrað milljarða á 85 sekúndum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 11:51 Starfsmenn kínverska póstsins að störfum að merkja pakkningar sem innihalda vörur sem pantaðar voru í dag. Sölumet var sett í netverslunum kínverska verslunarrisans Alibaba í dag er netverjar versluði fyrir einn milljarð dollara, um 120 milljarða króna, á fyrstu 85 sekúndum hins svokallaða „Singles Day“ sem er í dag. BBC greinir frá. Þá var verslað fyrir um tíu milljarða dollara á fyrsta klukkutímanum, um 1.200 milljarða króna auk þess sem alls hefur verið verslað fyrir meira en 25 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna, þrátt fyrir að enn sé nokkuð eftir af deginum. Haldið hefur verið upp á Singles Day, eða dag einhleypinga frá árinu 2009 en það var raunar Alibaba sjálft sem fann upp daginn sem mótvægi við Valentínusardaginn sem iðulega er stór söludagur víða um heim. Þessi tiltekni söludagur, sem haldinn er 11. nóvember ár hvert, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og er nú stærsti einstaki söludagur í netverslunum á heimsvísu en slíkir dagar hafa ruðið sér til rúms að undanförnu. Dagurinn hefur borist víða um heima, meðal annars til Íslands en í dag má finna tilboð á hinum ýmsu íslensku netverslunum. Neytendur Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sölumet var sett í netverslunum kínverska verslunarrisans Alibaba í dag er netverjar versluði fyrir einn milljarð dollara, um 120 milljarða króna, á fyrstu 85 sekúndum hins svokallaða „Singles Day“ sem er í dag. BBC greinir frá. Þá var verslað fyrir um tíu milljarða dollara á fyrsta klukkutímanum, um 1.200 milljarða króna auk þess sem alls hefur verið verslað fyrir meira en 25 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna, þrátt fyrir að enn sé nokkuð eftir af deginum. Haldið hefur verið upp á Singles Day, eða dag einhleypinga frá árinu 2009 en það var raunar Alibaba sjálft sem fann upp daginn sem mótvægi við Valentínusardaginn sem iðulega er stór söludagur víða um heim. Þessi tiltekni söludagur, sem haldinn er 11. nóvember ár hvert, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og er nú stærsti einstaki söludagur í netverslunum á heimsvísu en slíkir dagar hafa ruðið sér til rúms að undanförnu. Dagurinn hefur borist víða um heima, meðal annars til Íslands en í dag má finna tilboð á hinum ýmsu íslensku netverslunum.
Neytendur Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira