Corbyn segir ekki hægt að hætta við Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 17:41 Togstreita hefur verið innan Verkamannaflokksins á milli Corbyn sem hefur lengi verið efasemdamaður um ESB og þingmanna sem vilja að Bretar verði um kyrrt. Vísir/EPA Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23
Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00