Corbyn segir ekki hægt að hætta við Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 17:41 Togstreita hefur verið innan Verkamannaflokksins á milli Corbyn sem hefur lengi verið efasemdamaður um ESB og þingmanna sem vilja að Bretar verði um kyrrt. Vísir/EPA Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23
Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00