Sport

Tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Júlían setur seinna heimsmet sitt í dag
Júlían setur seinna heimsmet sitt í dag mynd/kraft.is
Júlían J. K. Jóhannsson varð fjórði á HM í kraftlyftingum þrátt fyrir að hafa tvíbætt heimsmetið í réttstöðulyftu.

Júlían lyfti 360 kg í fyrstu lyftu sinni og ákvað að reyna við heimsmet í annari lyftu, 398 kg. Sú þyngd flaug upp og ákvað Júlían því að reyna við meiri þyngd.

405 kg fóru á stöngina og náði Júlían því upp, tvíbætti því heimsmetið. Gamla heimsmetið var orðið sjö ára gamalt, 397,5 kg frá því á HM 2011.

Júlían lyfti 410kg í hnébeygju og 300kg í bekkpressu og var því samtals með 1115 kg. Það er bæting á hans besta árangur um rúm 50 kg, áður átti hann 1060 best samanlagt.

Júlían var 20 kg frá þriðja sætinu. Rússinn Andrey Konovalov vann keppnina með 1252,5 kg samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×