Lærðu ýmislegt af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Alexandria Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Getty/Rick Loomis Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira