Flokkur fólksins vill Karl Gauta og Ólaf frá Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 19:01 Karl Gauti (t.v.) og Ólafur (t.h.) hreyfðu ekki mótmælum þegar þingmenn Miðflokksins jusu fúkyrðum yfir Ingu Sæland, formann flokks þeirra. Vísir/Vilhelm Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32