Flokkur fólksins vill Karl Gauta og Ólaf frá Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 19:01 Karl Gauti (t.v.) og Ólafur (t.h.) hreyfðu ekki mótmælum þegar þingmenn Miðflokksins jusu fúkyrðum yfir Ingu Sæland, formann flokks þeirra. Vísir/Vilhelm Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32