Miðflokknum borist fjöldi stuðningsyfirlýsinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:15 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, náðust öll á Klaustursupptökunum. Mynd/Samsett Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02