Upptökurnar koma illa við forsvarsmenn Klausturs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 12:20 Engar hljóðupptökur eru í öryggismyndavélum Klausturs bar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02