Flokkarnir á Alþingi skulda nú samtals 850 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Tap ríkisstjórnarflokkanna á síðasta ári nam 68 milljónum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira