Amazon er orðið að auglýsingarisa Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon. Getty/Franziska Krug Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira