Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 16:23 Paul Manafort er sagður hafa átt leynifundi í London með Julian Assange. vísir/epa Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum. Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum.
Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00