Þetta kom fram í máli Emmanuel Macron Frakklandsforseta þegar hann kynnti breytingar á stefnu stjórnar hans í orkumálum í morgun.
Forsetinn sagði að ekki stæði til að slökkva á neinum kjarnaofnum fyrir 2022, að frátöldum Fessenheim, nálægt landamærunum að Þýskalandi.
Macron sagði að Frakkar ætli ekki að draga alfarið úr nýtingu kjarnorku en að hlutfall kjarnorku sem orkugjafi frönsku þjóðarinnar myndi fara úr 75 prósentum í 50 prósent árið 2035.
Að standa við loforð
Forsetinn sagðist með þessu vera að standa við þau loforð sem hann gaf í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári.Macron sagði enn fremur að ákvarðanir um hvort að ráðist yrði í byggingu nýrra kjarnorkuvera yrði ekki tekin fyrr en á næsta kjörtímabili.