H&M leggur Cheap Monday niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 10:24 Cheap Monday hefur sérhæft sig í hvers kyns fötum úr gallaefni. H&M H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni. H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni.
H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47
Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30