Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2018 06:45 Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar. Fréttablaðið/Anton Brink Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira