Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 15:39 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00