Veltir því fyrir sér hvort útganga úr EES verði okkar Brexit Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2018 13:58 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45