Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Arnar Helgi Magnússon skrifar 24. nóvember 2018 20:02 Patrekur er stoltur. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu” Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30