Erlent

Börn á leið heim úr skóla meðal fórnarlamba í rútuslysi í Indlandi

Andri Eysteinsson skrifar
Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty/ Mint
Indversk yfirvöld hafa tilkynnt að 25 hafi látist hið minnsta þegar rúta á ferð um suðurhluta Indlands hafnaði í skurði.

Guardian greinir frá því að hluti fórnarlambanna hafi verið börn á leið heim úr skóla.

Háttsettur ráðamaður í Karnataka-ríki greindi frá því að slysið hafi orðið í héraðinu Mandya. Talið er að ökumaður rútunnar hafi misst stjórn á rútunni vegna hraðaksturs.

Rútan hafnaði ofan í vatnsfylltum skurði og því hafi lögregla sent kafara umsvifalaust á slysstað.

Guardian greinir frá því að um 150 þúsund manns látist í umferðarslysum á ári hverju í Indlandi, ýmist vegna aðstæðna eða ofsaaksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×