Emmanuel Macron, forseti Frakklands hefur ákveðið að 26 benínskum listaverkum verið skilað til upprunalandsins. Verkin hafa verið í vörslu Frakka síðan árið 1892 þegar að Frakkar áttu í stríði við konungsríkið Dahomey sem í dag er Benín. Verkin 26 eru nú í Quai Branly safninu í París. BBC greinir frá.
Tilkynning Macron kemur í kjölfarið á skýrslu þar sem sérfræðingar hvöttu til þess að afrískum listaverkum sem hafa verið í franskri eigu frá því á nýlendutímanum verði skilað til upprunalandsins.
Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans segir að skila ætti styttunum tafarlaust. Þó nokkur ár hafa liðið frá því að Benín bað Frakka um að skila styttunum.
Á nýlendutímanum voru þúsundir afrískra listmuna fluttir til vestrænna ríkja þar. Um 46.000 munir eru í Afrísku deildinni í Quai Branly safninu, samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er ljóst að stærsti hluti þeirra muna voru á sínum tíma illa fengnir.
Erlent