Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2018 08:00 Sr. Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju, en er í leyfi. Fréttablaðið/Eyþór Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira