Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2018 08:00 Sr. Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju, en er í leyfi. Fréttablaðið/Eyþór Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira