Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Jim Ratcliffe. vísir/getty Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels