Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Jim Ratcliffe. vísir/getty Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira