Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Jim Ratcliffe. vísir/getty Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira