Innlent

Kalla eftir óháðri rannsókn

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
SUS vill rannsaka Seðlabankann.
SUS vill rannsaka Seðlabankann. Fréttablaðið/Sigtryggur ARI
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur kallað eftir því að óháð rannsókn fari fram á stjórnsýslu Seðlabanka Íslands (SÍ) í tengslum við málsmeðferðir, kærur og sáttir sem bankinn hefur átt þátt í vegna meintra brota á gjaldeyrislögum.

Telur stjórn SUS sterkar vísbendingar uppi um að bankinn hafi misbeitt sér við rannsókn mála er vörðuðu meint brot gegn gjaldeyrislögum og vísar þar væntanlega fyrst og fremst í mál Samherja sem fjallað hefur verið um að undanförnu.

Vilja SUS-liðar þá einnig að „augljóst“ samstarf SÍ og Ríkisútvarpsins verði rannsakað. „Þar sem upplýsingum var bersýnilega lekið til fjölmiðla til þess að auka hróður SÍ á kostnað þeirra sem voru undir rannsókn.“

Í orðsendingu stjórnar er þetta augljósa samstarf þó hvergi tíundað nánar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×