Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 18:00 Áætlað er að eyjaskeggjar telji milli fimmtíu og 150. Mynd/Indverska strandgæslan Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST
Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05