Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 18:00 Áætlað er að eyjaskeggjar telji milli fimmtíu og 150. Mynd/Indverska strandgæslan Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST
Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05