Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Guðbrandur Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun