Tíu milljarða fjárfesting hjá Árborg næstu fjögur árin 22. nóvember 2018 09:45 Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Magnús Hlynur Fyrri umræða vegna fjárhagsáætlunar 2019 hjá Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu, sem er mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg“, segir í greinargerð með tillögunni. Tíu milljarðar í innviði Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúðabyggðar í Björkurstykki á Selfossi með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla á svæðinu, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli á Selfossi og hreinsistöð fráveitu í Ölfusá verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu. „Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur verður settur í orku- og vatnsöflun“, segir jafnframt í greinargerðinni. Fréttir Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Fyrri umræða vegna fjárhagsáætlunar 2019 hjá Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu, sem er mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg“, segir í greinargerð með tillögunni. Tíu milljarðar í innviði Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúðabyggðar í Björkurstykki á Selfossi með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla á svæðinu, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli á Selfossi og hreinsistöð fráveitu í Ölfusá verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu. „Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur verður settur í orku- og vatnsöflun“, segir jafnframt í greinargerðinni.
Fréttir Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira