Þungbær reynsla og rándýr! Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar