Skröksögur úr Hruninu Þröstur Ólafsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Hrunið varð tíu ára sl. haust. Deildar meiningar hafa verið um orsakir þess og afleiðingar. Hvaða frásögn, fullyrðing eða röksemdafærsla verður að lokum ríkjandi er enn óljóst. Það er ekki sjálfgefið því sannleikurinn getur haft ýmsar hliðar. Niðurstaðan er mikilvæg. Hún verður hluti af reynslusögu þjóðarinnar og mun þannig móta viðhorf almennings. Dómstólar hafa dæmt gerðir flestra fjármálamanna. Niðurstaða þeirra blífur. Þar er lítið rými fyrir frekari túlkanir fjölmiðla. Öðru máli gegna aðgerðir stjórnvalda. Þrátt fyrir skýrslu Alþingis má enn deila um hvað var á seyði eða hverjar voru fyrirætlanir stjórnvalda. Í þeirra málum verður ekki frekar dæmt. Þá er hlutur einstakra forystumanna í stjórnmálum smám saman að koma í ljós. Veganesti þjóðarinnar til framtíðar var því óskýrt, hálfgerð ráðgáta. Hér myndaðist því rými fyrir spunameistara. Þeirra hlutverk er ætíð að móta skoðanir almennings í anda umboðsmanna sinna. Þeir tóku til óspilltra málanna. Skröksögur fengu sannleiksblæ.Bjarga átti bönkunum Afmælisviðtöl við Geir Haarde voru því vissulega gagnleg. Þar greindi Geir m.a. frá því hver var ásetningur ráðamanna dagana fyrir hrun. Geir segir nú að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga bönkunum. Þá segir hann einnig að, „við hefðum staðið betur, ef okkur hefði tekist að bjarga einum banka“, sem er hárrétt hjá Geir. Þau ætluðu sem sé að bjarga bönkunum eða a.m.k. einum þeirra, en það tókst ekki, þeir gáfu upp andann í miðjum lífgunaraðgerðunum. Í eftirleik spunameistara var þessari einörðu fyrirætlan stjórnvalda, sem Geir lýsir nú, snúið við. Skröksagan hljóðaði svo, að frá upphafi hafi það verið meðvituð ákvörðun stjórnvalda að láta bankana verða gjaldþrota. ?Við borgum ekki skuldir óreiðumanna!? Þetta var nokkuð snjallt, því þarna var að finna frækorn að uppskrift þess ásetnings að velta ábyrgð á óförunum yfir á aðra, helst útlendinga. Það er gamalreynt trix. Úr þessum spuna varð síðan til sú mýta að ríkisstjórnin hefði leyft, jafnvel stuðlað að því að bankarnir féllu – andstætt því sem gerðist í löndum innan ESB, þar sem bankarnir fengu aðstoð til að lenda ekki út í skurði. Þessi staðreyndafölsun var síðan notuð áfram til að undirstrika yfirburði okkar „sjálfstæða“ peningakerfis. Þetta hentaði þeim sem lögðu allt kapp á að hvítþvo sig af Hruninu. Það var einnig einkar hentugt þeim sem koma vildu óorði á aðgerðir Evrópuríkja og ESB í eftirmála fjármálakreppunnar.Veikburða gjaldmiðill hrapaði Einn armur þessa hráskinnaleiks var að snúa annarri staðreynd á haus. Það þykir orðin gjaldgeng fullyrðing að krónan hafi bjargað okkur frá verri afleiðingum en einnig, að það hafi verið hrun bankanna sem leitt hafi til gengishraps krónunnar. Það er spuni. Frá febrúar 2007 til júní 2008 fellur krónan um 37%. Krónan er fallin að verulegum hluta löngu fyrir Hrun, meðan ráðamenn prísuðu enn hetjulega útrás bankanna. Með gjaldþroti bankanna og falli krónunnar, hrundi Ísland, pólitískt, efnahagslega og fjármálalega. Fall krónunnar kom fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum á vonarvöl bæði vegna vísitölutryggðra lána auk þess sem framfærslukostnaður heimilanna rauk upp úr öllu valdi. Tugþúsundir áttu vart málungi matar. Fyrirtæki urðu gjaldþrota. Nú tíu árum seinna er enn fjölmörg ógróin svöðusár á samfélaginu, sem afleiðing gengishraps krónunnar. Hrunadansinn hefur langstíg spor. Fjölmargir flúðu land vegna atvinnuleysis. Samningar við nágrannalönd, þar sem engin eða sársaukalítil fjármálakreppa hafði gert vart við sig, gerði það að verkum að við losuðum okkur nokkuð auðveldlega við þann ömurlega draug sem atvinnuleysi er. Það var ekki krónunni að þakka heldur milliríkjasamningum. XKrónan var skaðvaldurinn Í framhaldi af Hruninu hafa mýtur, goðsagnir og hrein ósannindi verið spunnin af mikilli list. Sú skæðasta er að krónan hafi bjargað landsmönnum. Án hennar værum við enn að bryðja grjót. Það var skyndileg og stóraukin koma erlends ferðafólks sem rétti við gjaldeyrisstöðuna og bætti atvinnustigið. Lágt gengi auðveldaði í fyrstu en þegar gengið hækkaði á ný dró ekkert úr komu ferðamanna. Þeir komu til landsins til að njóta náttúru þess og menningar, ekki vegna dásemda krónunnar. Það var gjaldmiðillinn sem kom okkur á vonarvöl og lamaði allt þjóðlífið um leið og hann stórlækkaði kaupmátt launafólks. Gjaldmiðillinn ásamt skattakerfinu, getur verið afkastamesta verkfærið til að misskipta auði og tekjum. Ef Hrun Íslands er borið saman við önnur lönd í álfunni, þá má til gamans geta þess, að mér vitanlega notar engin önnur þjóð, nema Grikkland, orðið hrun yfir fjármálakreppuna. Þau lentu mörg í djúpri hagsveiflu, miklu atvinnuleysi, samdrætti í viðskiptum, mislömuðu bankakerfi og hálfgjaldþrota ríkissjóði. En dagleg kjör almennings í evrulöndunum versnuðu mun minna en hér, litlar verðhækkanir á nauðsynjavörum, engin hengingaról vegna húsnæðislána, þökk sé evrunni. Hún seig um tíma, en án umtalslegra áhrifa á lífskjör almennings. Verst var atvinnuleysið. Það bitnaði misþungt á þjóðunum. Þær þjóðir sem lengi höfðu lifað um efni fram og safnað erlendum skuldum, og liðu fyrir harðnandi samkeppni á sameiginlega markaðinum, áttu í erfiðleikum með að fá framlengingu á skuldabagga sínum. En almenningur missti ekki húsnæði sitt. Hann missti ekki tökin á daglegum útgjöldum. Almenningur í evruríkjunum lenti ekki í áratuga aftökuógn vegna vísitölutryggða lána. Það var hins vegar eitt af mörgum afrekum íslensku krónunnar. Þessi refsivöndur mun hanga yfir íslenskum alþýðuheimilum meðan krónan er gjaldmiðill landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hrunið varð tíu ára sl. haust. Deildar meiningar hafa verið um orsakir þess og afleiðingar. Hvaða frásögn, fullyrðing eða röksemdafærsla verður að lokum ríkjandi er enn óljóst. Það er ekki sjálfgefið því sannleikurinn getur haft ýmsar hliðar. Niðurstaðan er mikilvæg. Hún verður hluti af reynslusögu þjóðarinnar og mun þannig móta viðhorf almennings. Dómstólar hafa dæmt gerðir flestra fjármálamanna. Niðurstaða þeirra blífur. Þar er lítið rými fyrir frekari túlkanir fjölmiðla. Öðru máli gegna aðgerðir stjórnvalda. Þrátt fyrir skýrslu Alþingis má enn deila um hvað var á seyði eða hverjar voru fyrirætlanir stjórnvalda. Í þeirra málum verður ekki frekar dæmt. Þá er hlutur einstakra forystumanna í stjórnmálum smám saman að koma í ljós. Veganesti þjóðarinnar til framtíðar var því óskýrt, hálfgerð ráðgáta. Hér myndaðist því rými fyrir spunameistara. Þeirra hlutverk er ætíð að móta skoðanir almennings í anda umboðsmanna sinna. Þeir tóku til óspilltra málanna. Skröksögur fengu sannleiksblæ.Bjarga átti bönkunum Afmælisviðtöl við Geir Haarde voru því vissulega gagnleg. Þar greindi Geir m.a. frá því hver var ásetningur ráðamanna dagana fyrir hrun. Geir segir nú að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga bönkunum. Þá segir hann einnig að, „við hefðum staðið betur, ef okkur hefði tekist að bjarga einum banka“, sem er hárrétt hjá Geir. Þau ætluðu sem sé að bjarga bönkunum eða a.m.k. einum þeirra, en það tókst ekki, þeir gáfu upp andann í miðjum lífgunaraðgerðunum. Í eftirleik spunameistara var þessari einörðu fyrirætlan stjórnvalda, sem Geir lýsir nú, snúið við. Skröksagan hljóðaði svo, að frá upphafi hafi það verið meðvituð ákvörðun stjórnvalda að láta bankana verða gjaldþrota. ?Við borgum ekki skuldir óreiðumanna!? Þetta var nokkuð snjallt, því þarna var að finna frækorn að uppskrift þess ásetnings að velta ábyrgð á óförunum yfir á aðra, helst útlendinga. Það er gamalreynt trix. Úr þessum spuna varð síðan til sú mýta að ríkisstjórnin hefði leyft, jafnvel stuðlað að því að bankarnir féllu – andstætt því sem gerðist í löndum innan ESB, þar sem bankarnir fengu aðstoð til að lenda ekki út í skurði. Þessi staðreyndafölsun var síðan notuð áfram til að undirstrika yfirburði okkar „sjálfstæða“ peningakerfis. Þetta hentaði þeim sem lögðu allt kapp á að hvítþvo sig af Hruninu. Það var einnig einkar hentugt þeim sem koma vildu óorði á aðgerðir Evrópuríkja og ESB í eftirmála fjármálakreppunnar.Veikburða gjaldmiðill hrapaði Einn armur þessa hráskinnaleiks var að snúa annarri staðreynd á haus. Það þykir orðin gjaldgeng fullyrðing að krónan hafi bjargað okkur frá verri afleiðingum en einnig, að það hafi verið hrun bankanna sem leitt hafi til gengishraps krónunnar. Það er spuni. Frá febrúar 2007 til júní 2008 fellur krónan um 37%. Krónan er fallin að verulegum hluta löngu fyrir Hrun, meðan ráðamenn prísuðu enn hetjulega útrás bankanna. Með gjaldþroti bankanna og falli krónunnar, hrundi Ísland, pólitískt, efnahagslega og fjármálalega. Fall krónunnar kom fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum á vonarvöl bæði vegna vísitölutryggðra lána auk þess sem framfærslukostnaður heimilanna rauk upp úr öllu valdi. Tugþúsundir áttu vart málungi matar. Fyrirtæki urðu gjaldþrota. Nú tíu árum seinna er enn fjölmörg ógróin svöðusár á samfélaginu, sem afleiðing gengishraps krónunnar. Hrunadansinn hefur langstíg spor. Fjölmargir flúðu land vegna atvinnuleysis. Samningar við nágrannalönd, þar sem engin eða sársaukalítil fjármálakreppa hafði gert vart við sig, gerði það að verkum að við losuðum okkur nokkuð auðveldlega við þann ömurlega draug sem atvinnuleysi er. Það var ekki krónunni að þakka heldur milliríkjasamningum. XKrónan var skaðvaldurinn Í framhaldi af Hruninu hafa mýtur, goðsagnir og hrein ósannindi verið spunnin af mikilli list. Sú skæðasta er að krónan hafi bjargað landsmönnum. Án hennar værum við enn að bryðja grjót. Það var skyndileg og stóraukin koma erlends ferðafólks sem rétti við gjaldeyrisstöðuna og bætti atvinnustigið. Lágt gengi auðveldaði í fyrstu en þegar gengið hækkaði á ný dró ekkert úr komu ferðamanna. Þeir komu til landsins til að njóta náttúru þess og menningar, ekki vegna dásemda krónunnar. Það var gjaldmiðillinn sem kom okkur á vonarvöl og lamaði allt þjóðlífið um leið og hann stórlækkaði kaupmátt launafólks. Gjaldmiðillinn ásamt skattakerfinu, getur verið afkastamesta verkfærið til að misskipta auði og tekjum. Ef Hrun Íslands er borið saman við önnur lönd í álfunni, þá má til gamans geta þess, að mér vitanlega notar engin önnur þjóð, nema Grikkland, orðið hrun yfir fjármálakreppuna. Þau lentu mörg í djúpri hagsveiflu, miklu atvinnuleysi, samdrætti í viðskiptum, mislömuðu bankakerfi og hálfgjaldþrota ríkissjóði. En dagleg kjör almennings í evrulöndunum versnuðu mun minna en hér, litlar verðhækkanir á nauðsynjavörum, engin hengingaról vegna húsnæðislána, þökk sé evrunni. Hún seig um tíma, en án umtalslegra áhrifa á lífskjör almennings. Verst var atvinnuleysið. Það bitnaði misþungt á þjóðunum. Þær þjóðir sem lengi höfðu lifað um efni fram og safnað erlendum skuldum, og liðu fyrir harðnandi samkeppni á sameiginlega markaðinum, áttu í erfiðleikum með að fá framlengingu á skuldabagga sínum. En almenningur missti ekki húsnæði sitt. Hann missti ekki tökin á daglegum útgjöldum. Almenningur í evruríkjunum lenti ekki í áratuga aftökuógn vegna vísitölutryggða lána. Það var hins vegar eitt af mörgum afrekum íslensku krónunnar. Þessi refsivöndur mun hanga yfir íslenskum alþýðuheimilum meðan krónan er gjaldmiðill landsins.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun