Átak í kvikmyndagerð Ágúst Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður íþróttirnar til að upphefja listirnar. Þvert á móti er einkar ánægjulegt að geta státað af afreksfólki á ólíkum sviðum. Hér finnst mér hins vegar komið ærið tilefni til að stórefla kvikmyndasjóð í því augnamiði að gera Ísland að raunverulegum þátttakanda í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Fyrirmynd okkar gæti verið Danmörk, sem hefur margoft lagt umtalsverða fjármuni í átak í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð. Tvennt stendur þar upp úr: í fyrra skiptið var útkoman Dogma, í seinna skiptið leiddi það til sjónvarpsþátta sem nú ganga undir enska heitinu „Scandinavian noir“. Almennt er stuðningur mikill við danska kvikmyndagerð, sem mótast meðal annars af sterkum vilja til að dönsk börn alist upp við myndefni þar sem talað er móðurmálið. Í okkar litla landi þar sem enskan sækir stöðugt á er ekki síður þörf á kvikmyndum á móðurmálinu. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður enskuna til að upphefja íslenskuna. Framgangur heimstungunnar er tímanna tákn, börn okkar munu tileinka sér enskuna, hvað sem tautar og raular. Það má þó ekki gerast á kostnað íslenskunnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stórefla innlenda framleiðslu á gæðaefni fyrir alla aldurshópa. Það er gert með meðvituðum hætti annars staðar á Norðurlöndum, og það eigum við líka að gera hér. Íslenskir framleiðendur hafa sótt mikið fé í fjölþjóðlega sjóði. Það geta þeir ekki gert nema fyrst komi til innlendur stuðningur. Framlag frá Kvikmyndamiðstöð er forsenda þess að hægt sé að efna til samstarfs við önnur lönd um íslenskar bíómyndir. Nú bíða allmörg verkefni þess að fá að hefja þetta ferli fjármögnunar. Sjóðurinn er einfaldlega ekki nógu öflugur til að hleypa öllum þeim verkefnum af stað sem hlotið hafa gæðastimpil stofnunarinnar. Höfum við efni á að láta þau tækifæri að engu verða? Næst á eftir Eyjafjallajökli eru kvikmyndir besta kynning á landi og þjóð sem völ er á. Þjónusta við erlendar kvikmyndir hefur reynst heilmikil búbót, m.a. fyrir ríkiskassann. Á öllum sviðum kvikmyndagerðar eru Íslendingar að skapa sér nafn úti í heimi, klipparar, tökumenn, tónskáld, leikstjórar og leikarar, svo eitthvað sé nefnt. Opinbert fé sem fer í kvikmyndagerð er ekki ölmusa heldur skynsamleg fjárfesting sem borgar sig. Stundum fara landar okkar offari í ákefð sinni og athafnagleði. Hér er engin hætta á slíku slysi. Hér er allt til reiðu fyrir stórátak í íslenskri kvikmyndagerð. Látum á það reyna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður íþróttirnar til að upphefja listirnar. Þvert á móti er einkar ánægjulegt að geta státað af afreksfólki á ólíkum sviðum. Hér finnst mér hins vegar komið ærið tilefni til að stórefla kvikmyndasjóð í því augnamiði að gera Ísland að raunverulegum þátttakanda í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Fyrirmynd okkar gæti verið Danmörk, sem hefur margoft lagt umtalsverða fjármuni í átak í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð. Tvennt stendur þar upp úr: í fyrra skiptið var útkoman Dogma, í seinna skiptið leiddi það til sjónvarpsþátta sem nú ganga undir enska heitinu „Scandinavian noir“. Almennt er stuðningur mikill við danska kvikmyndagerð, sem mótast meðal annars af sterkum vilja til að dönsk börn alist upp við myndefni þar sem talað er móðurmálið. Í okkar litla landi þar sem enskan sækir stöðugt á er ekki síður þörf á kvikmyndum á móðurmálinu. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður enskuna til að upphefja íslenskuna. Framgangur heimstungunnar er tímanna tákn, börn okkar munu tileinka sér enskuna, hvað sem tautar og raular. Það má þó ekki gerast á kostnað íslenskunnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stórefla innlenda framleiðslu á gæðaefni fyrir alla aldurshópa. Það er gert með meðvituðum hætti annars staðar á Norðurlöndum, og það eigum við líka að gera hér. Íslenskir framleiðendur hafa sótt mikið fé í fjölþjóðlega sjóði. Það geta þeir ekki gert nema fyrst komi til innlendur stuðningur. Framlag frá Kvikmyndamiðstöð er forsenda þess að hægt sé að efna til samstarfs við önnur lönd um íslenskar bíómyndir. Nú bíða allmörg verkefni þess að fá að hefja þetta ferli fjármögnunar. Sjóðurinn er einfaldlega ekki nógu öflugur til að hleypa öllum þeim verkefnum af stað sem hlotið hafa gæðastimpil stofnunarinnar. Höfum við efni á að láta þau tækifæri að engu verða? Næst á eftir Eyjafjallajökli eru kvikmyndir besta kynning á landi og þjóð sem völ er á. Þjónusta við erlendar kvikmyndir hefur reynst heilmikil búbót, m.a. fyrir ríkiskassann. Á öllum sviðum kvikmyndagerðar eru Íslendingar að skapa sér nafn úti í heimi, klipparar, tökumenn, tónskáld, leikstjórar og leikarar, svo eitthvað sé nefnt. Opinbert fé sem fer í kvikmyndagerð er ekki ölmusa heldur skynsamleg fjárfesting sem borgar sig. Stundum fara landar okkar offari í ákefð sinni og athafnagleði. Hér er engin hætta á slíku slysi. Hér er allt til reiðu fyrir stórátak í íslenskri kvikmyndagerð. Látum á það reyna!
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun