Aðförin að Víkurkirkjugarði Hjörleifur Stefánsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun