Aðförin að Víkurkirkjugarði Hjörleifur Stefánsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun