Karlsvæðisstjórar mega hafa hærri laun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 08:15 Starf svæðisstjóra er ekki það sama og starf svæðisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira