Pólskættaðir sækja þjónustu heim til að forðast bið á Íslandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Mun styttri bið er eftir læknisþjónustu í Póllandi en hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira