Það er til lausn Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun