Framtíð hinna dauðu Lára Magnúsardóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun