Innlent

Rafretta sprakk með miklum látum í strætó

Birgir Olgeirsson skrifar
Strætisvagn í eigu Strætó bs.
Strætisvagn í eigu Strætó bs. FBL/Eyþór
Rafretta sprakk í strætisvagni á leið tvö í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segir í samtali við Vísi að rafrettan hafi sprungið með háum hvelli í bílnum en hún var í eigu konu sem var farþegi í vagninum.

Að sögn Guðmundar meiddist konan eitthvað en rafrettan var hálf logandi þegar vagnstjórinn hafði stöðvað vagninn og athugað málið.

Guðmundur segir konuna hafa viljað fá að hoppa út úr vagninum eftir að þetta hafði átt sér stað en vagnstjóranum, sem var hálf brugðið yfir þessu atviki, tókst að sannfæra konuna um að aka henni til móts við sjúkrabíl sem tók á móti þeim í Hamraborg í Kópavogi þar sem hún fékk aðhlynningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×