Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2018 13:00 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, fara ófögrum orðum um þingkonur og -karla á Klaustursupptökunum. Vísir Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. Fjórir þingmenn flokksins, þar á meðal formaður og varaformaður, hafa sætt mikilli gagnrýni vegna hegðunar og orðfæris á hótelbar fyrr í vikunni þar sem þeir fóru ófögrum orðum um ýmsar samstarfskonur sínar á þingi. Hannes Karl Hilmarsson, formaður Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis, segir að stjórnarmenn félagsins hafi rætt saman um fréttir síðustu daga og útilokar ekki að eitthvað muni heyrast frá félaginu. Stjórnarmenn vilji þó bíða þar til öll kurl séu komin til grafar. Hannes Karl segist ekki geta talað fyrir hönd allra stjórnarmanna en segir að formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis, njóti enn hans stuðnings.Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Krefst viðbragða Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, segir málið allt „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. Aðspurður um hvort umræddir þingmenn njóti hans stuðnings geti hann ekki tjáð sig um það sem stendur. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“ Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti?„Mér finnst það líklegt, já.“Una María ÓskarsdóttirVísir/VilhelmEru án efa miður sín Ekki hefur náðst í Unu Maríu Óskarsdóttur, formann Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis, kjördæmis þingflokks- og varaformannsins Gunnars Braga Sveinssonar, í morgun. Una María tjáði sig hins vegar um málið á Facebook í gær þar sem hún sagði þetta búinn að vera dapurlegan dag að upplifa. „Ég hélt að við værum komin lengra í ja[f]nfréttisbaráttunni og að virða hvert annað. Það fólk sem á í hlut þekki ég bara af góðu einu og það er án efa miður sín,“ segir í færslu Unu.Hafa ekkert rætt málið María Ósk Óskarsdóttir, formaður Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis, kjördæmis þingmannsins Bergþórs Ólasonar, segir að stjórn hafi ekki komið saman eða rætt málið eftir að það kom upp. Ekki liggur fyrir hvort að félagið muni koma saman til fundar, enda eru stjórnarmenn dreifðir um allt land. Aðspurð hvort að Bergþór njóti stuðnings hennar, segist hún ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, vildi ekki svara spurnungum fréttastofu að svo stöddu, en sagðist munu tjá sig um málið þegar „mesta rykið“ væri sest. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Bergþór og Gunnar Bragi mættu ekki í veisluna Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, voru ekki á meðal gesta í veislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gærkvöldi. 30. nóvember 2018 09:57 Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. Fjórir þingmenn flokksins, þar á meðal formaður og varaformaður, hafa sætt mikilli gagnrýni vegna hegðunar og orðfæris á hótelbar fyrr í vikunni þar sem þeir fóru ófögrum orðum um ýmsar samstarfskonur sínar á þingi. Hannes Karl Hilmarsson, formaður Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis, segir að stjórnarmenn félagsins hafi rætt saman um fréttir síðustu daga og útilokar ekki að eitthvað muni heyrast frá félaginu. Stjórnarmenn vilji þó bíða þar til öll kurl séu komin til grafar. Hannes Karl segist ekki geta talað fyrir hönd allra stjórnarmanna en segir að formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis, njóti enn hans stuðnings.Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Krefst viðbragða Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, segir málið allt „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. Aðspurður um hvort umræddir þingmenn njóti hans stuðnings geti hann ekki tjáð sig um það sem stendur. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“ Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti?„Mér finnst það líklegt, já.“Una María ÓskarsdóttirVísir/VilhelmEru án efa miður sín Ekki hefur náðst í Unu Maríu Óskarsdóttur, formann Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis, kjördæmis þingflokks- og varaformannsins Gunnars Braga Sveinssonar, í morgun. Una María tjáði sig hins vegar um málið á Facebook í gær þar sem hún sagði þetta búinn að vera dapurlegan dag að upplifa. „Ég hélt að við værum komin lengra í ja[f]nfréttisbaráttunni og að virða hvert annað. Það fólk sem á í hlut þekki ég bara af góðu einu og það er án efa miður sín,“ segir í færslu Unu.Hafa ekkert rætt málið María Ósk Óskarsdóttir, formaður Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis, kjördæmis þingmannsins Bergþórs Ólasonar, segir að stjórn hafi ekki komið saman eða rætt málið eftir að það kom upp. Ekki liggur fyrir hvort að félagið muni koma saman til fundar, enda eru stjórnarmenn dreifðir um allt land. Aðspurð hvort að Bergþór njóti stuðnings hennar, segist hún ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, vildi ekki svara spurnungum fréttastofu að svo stöddu, en sagðist munu tjá sig um málið þegar „mesta rykið“ væri sest.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Bergþór og Gunnar Bragi mættu ekki í veisluna Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, voru ekki á meðal gesta í veislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gærkvöldi. 30. nóvember 2018 09:57 Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22
Bergþór og Gunnar Bragi mættu ekki í veisluna Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, voru ekki á meðal gesta í veislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gærkvöldi. 30. nóvember 2018 09:57
Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55