Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 08:37 Freyja Haraldsdóttir segir að um fordóma sé að ræða. Vísir/Freyja Freyja Haraldsdóttir segir að ummæli þingmanna um hana þar sem einn virðist herma eftir sel eigi sér djúpar sögulegar rætur og endurspegli ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra og þannig óæðri manneskjum. Hún segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. Þetta segir Freyja í pistli sem hún birtir á Facebook síðu sinni. Hún segist fyrst hafa ætlað að verja hvorki krafti né orðum í ummæli þingmannana en hafi að lokum viljað tjáð sig. „Aðför að fatlaða líkama mínum sem dýrslegum er ekki bara það ,,að gera grín að fötluðum". Það er birtingarmynd kvenfyrirlitningar og fötlunarfyrirlitningar. Um er að ræða fyrirlitningu sem á sér djúpar sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri manneskjum,“ segir Freyja. „Það í samhengi við niðrandi umræðu um útlit og kynþokka kvenna er kvenfjandsamlegt. Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.“Segir um kerfisbundið hatur að ræða Freyja segir að þó að hatrið beinist að persónum, sé alvara málsins sú að um kerfisbundið hatur sé að ræða. „Það beinist harðast að konum. Hinsegin fólki. Fötluðu fólki. Karlmönnum sem einhvernveginn passa ekki inn í ríkjandi hugmyndir um (skaðlega) karlmennsku. Það er hvorki tilviljun né einsdæmi að akkúrat þessir hópar séu viðfang orðaníðs fólks með mikil forréttindi. Það er alltumlykjandi - alltaf.“Ummæli sem höfð eru um Freyju má heyra á upptöku hér fyrir neðan.Freyja segir að óháð því hvar gerendur séu í valdastiganum sé ofbeldi af þeirra hálfu alltaf alvarlegt. „Það er hinsvegar sérstaklega hættulegt þegar fólk í valdastöðum viðhefur hatursorðræðu. Í fyrsta lagi vegna þess að það setur fordæmi og hefur vald til þess að normalisera orðræðu og ofbeldismenningu. Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það,“ segir hún. „Í öðru lagi vegna þess að hatursorðræða afhjúpar viðhorf valdhafa sem við höfum kosið og treyst til þess að reka samfélagið okkar og taka mikilvægar ákvarðanir um hagi okkar. Ef þingmenn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki manneskjur er ekki furða að það taki ákvarðanir um líf fatlaðs fólks byggt á einhverju allt öðru en mannréttindaskuldbindingum. Í þriðja lagi vegna þess að rannsóknir og reynslan sýnir okkur að hatursorðræða valdhafa hefur bein áhrif á tíðni hatursglæpa.“Ekki forsvaranlegt að „henda í yfirlýsingu og lofa að drekka færri bjóra“ Þá segir hún að það sé mjög rotin afsökunarbeiðni og ekki afsökunarbeiðni í raun að afsaka sig með áfengisneyslu og því að eiga vini sem tilheyra minnihlutahópum og vísar þar í ummæli Gunnars Braga í Kastljósi í gærkvöldi. „Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagnvart konum og jaðarsettum hópum vella út úr sér í marga klukkutíma á opinberum vettvangi. Þegar fólk gerist uppvíst um slíkt er ekki forsvaranlegt að henda í eina yfirlýsingu og lofa að drekka færri bjóra næst og halda að þar með verði allt aftur fallegt og gott. Eina leiðin til þess að biðjast afsökunar af trúverðugleika og auðmýkt er að gangast við gjörðum sínum og taka ábyrgð með því að segja af sér,“ Hún segir að í gærdag hafi hún hugsað um fötluð börn og ungmenni, einkum stúlkur í óhefðbundnum líkömum sem hafi heyrt af málinu eða glefsur af þvíþ „Þetta hefur vissulega verið sárt fyrir mig og annað fullorðið fatlað fólk en sárast er þetta fyrir þau. Hvernig í veröldinni eiga þau að þróa með sér jákvæða líkams- og kynímynd, upplifa sig eiga framtíð og búa við öryggi í samfélagi þar sem fyrrverandi forsætisráðherra líkir fyrrverandi fatlaðri samstarfskonu sinni við dýr - ofan á allt annað misrétti sem þau verða fyrir vegna fólks í valdastöðum sem sér þau ekki sem mennsk,“ segir Freyja. „Fyrir þau bregst ég við þessu hatri í dag. Við þau vil ég segja: Allir líkamar eiga rétt á sér. Allir líkamar eru verðmætir og verðugir. Allir líkamar mega og eiga að taka sér pláss. Allir líkamar eiga rétt á að búa við friðhelgi frá hverskyns ofbeldi.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir segir að ummæli þingmanna um hana þar sem einn virðist herma eftir sel eigi sér djúpar sögulegar rætur og endurspegli ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra og þannig óæðri manneskjum. Hún segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. Þetta segir Freyja í pistli sem hún birtir á Facebook síðu sinni. Hún segist fyrst hafa ætlað að verja hvorki krafti né orðum í ummæli þingmannana en hafi að lokum viljað tjáð sig. „Aðför að fatlaða líkama mínum sem dýrslegum er ekki bara það ,,að gera grín að fötluðum". Það er birtingarmynd kvenfyrirlitningar og fötlunarfyrirlitningar. Um er að ræða fyrirlitningu sem á sér djúpar sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri manneskjum,“ segir Freyja. „Það í samhengi við niðrandi umræðu um útlit og kynþokka kvenna er kvenfjandsamlegt. Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.“Segir um kerfisbundið hatur að ræða Freyja segir að þó að hatrið beinist að persónum, sé alvara málsins sú að um kerfisbundið hatur sé að ræða. „Það beinist harðast að konum. Hinsegin fólki. Fötluðu fólki. Karlmönnum sem einhvernveginn passa ekki inn í ríkjandi hugmyndir um (skaðlega) karlmennsku. Það er hvorki tilviljun né einsdæmi að akkúrat þessir hópar séu viðfang orðaníðs fólks með mikil forréttindi. Það er alltumlykjandi - alltaf.“Ummæli sem höfð eru um Freyju má heyra á upptöku hér fyrir neðan.Freyja segir að óháð því hvar gerendur séu í valdastiganum sé ofbeldi af þeirra hálfu alltaf alvarlegt. „Það er hinsvegar sérstaklega hættulegt þegar fólk í valdastöðum viðhefur hatursorðræðu. Í fyrsta lagi vegna þess að það setur fordæmi og hefur vald til þess að normalisera orðræðu og ofbeldismenningu. Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það,“ segir hún. „Í öðru lagi vegna þess að hatursorðræða afhjúpar viðhorf valdhafa sem við höfum kosið og treyst til þess að reka samfélagið okkar og taka mikilvægar ákvarðanir um hagi okkar. Ef þingmenn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki manneskjur er ekki furða að það taki ákvarðanir um líf fatlaðs fólks byggt á einhverju allt öðru en mannréttindaskuldbindingum. Í þriðja lagi vegna þess að rannsóknir og reynslan sýnir okkur að hatursorðræða valdhafa hefur bein áhrif á tíðni hatursglæpa.“Ekki forsvaranlegt að „henda í yfirlýsingu og lofa að drekka færri bjóra“ Þá segir hún að það sé mjög rotin afsökunarbeiðni og ekki afsökunarbeiðni í raun að afsaka sig með áfengisneyslu og því að eiga vini sem tilheyra minnihlutahópum og vísar þar í ummæli Gunnars Braga í Kastljósi í gærkvöldi. „Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagnvart konum og jaðarsettum hópum vella út úr sér í marga klukkutíma á opinberum vettvangi. Þegar fólk gerist uppvíst um slíkt er ekki forsvaranlegt að henda í eina yfirlýsingu og lofa að drekka færri bjóra næst og halda að þar með verði allt aftur fallegt og gott. Eina leiðin til þess að biðjast afsökunar af trúverðugleika og auðmýkt er að gangast við gjörðum sínum og taka ábyrgð með því að segja af sér,“ Hún segir að í gærdag hafi hún hugsað um fötluð börn og ungmenni, einkum stúlkur í óhefðbundnum líkömum sem hafi heyrt af málinu eða glefsur af þvíþ „Þetta hefur vissulega verið sárt fyrir mig og annað fullorðið fatlað fólk en sárast er þetta fyrir þau. Hvernig í veröldinni eiga þau að þróa með sér jákvæða líkams- og kynímynd, upplifa sig eiga framtíð og búa við öryggi í samfélagi þar sem fyrrverandi forsætisráðherra líkir fyrrverandi fatlaðri samstarfskonu sinni við dýr - ofan á allt annað misrétti sem þau verða fyrir vegna fólks í valdastöðum sem sér þau ekki sem mennsk,“ segir Freyja. „Fyrir þau bregst ég við þessu hatri í dag. Við þau vil ég segja: Allir líkamar eiga rétt á sér. Allir líkamar eru verðmætir og verðugir. Allir líkamar mega og eiga að taka sér pláss. Allir líkamar eiga rétt á að búa við friðhelgi frá hverskyns ofbeldi.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02