Fyrir rúmri viku krafðist forseti Tyrklands, Receep Tayip Erdogan, þess að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands og síðasta miðvikudag var gefin út handtökuskipun á hendur þeim af tyrkneskum dómara.
Gagnrýndi vinnubrögð Tyrkja
Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið sem var framið í sádi-arabíska sendiráðinu í Istanbul í október. BBC greinir frá því að utanríkisráðherra Sádí Arabíu, Adel al-Jubei hafi í yfirlýsingu sinni sagt að Sádar framselji ekki ríkisborgara sína.Al-Jubei gagnrýndi hins vegar Tyrki vegna örðugleika í upplýsingagjöf ríkjanna á milli en Sádar höfðu óskað eftir gögnum til þess að nota í réttarhöldunum gegn mönnunum.
Sádar neita aðkomu krónprinsins sem fyrr
Forseti Tyrklands, Receep Tayip Erdogan, segir að skipanin um að ráða Khashoggi af dögum hafi komið frá efstu þrepum sádi-arabísku konungsfjölskyldunnar en Erdogan vill ekki valda fjölskyldunni skaða.Sádar neita því að Krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið eins og víða er talið.
Sádar hafa gefið út að Khashoggi hafi verið ráðinn af dögum eftir átök í sendiráðinu og að lík Khashoggi hafi verið sundurlimað áður en hinir seku losuðu sig við það.