Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Koma upp myndavél til að fylgjast með Gulu vestunum. Nordicphotos/AFP Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðust og mikið eignatjón varð. Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælunum í dag ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig. Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu notaðir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir. Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði Castaner við blaðamenn. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðust og mikið eignatjón varð. Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælunum í dag ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig. Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu notaðir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir. Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði Castaner við blaðamenn.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55