Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 21:19 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins segir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki haft sérstakt samráð um að boða ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á fund flokkanna á þriðjudaginn. Formennirnir hafi þó ekki verið ósáttir við að hann birtist ekki á fundinum í ljósi málanna sem þar voru rædd. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. Logi Einarsson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV að hann hafi ekki treyst sér til þess að senda fundarboð á Sigmund Davið. Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum frá Sigmundi vegna málsins.Sjá einnig: „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/VilhelmSammála um að öllum liði illa Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda einu sinni í viku. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram að Sigmundur hefði ekki fengið boð á fundinn á þriðjudag. „Ég var bara boðuð á þennan fund og mætti. Ég sé ekki um að boða á þessa fundi.“ Aðspurð segir hún formenn stjórnarandstöðunnar ekki hafa komið sér sérstaklega saman um að halda fundinn án Sigmundar. Þar sem Klausturmálið hafi verið til umræðu á fundinum hafi formennirnir þó ekki verið ósáttir við fjarveru hans. „Nei, við komum okkur ekkert saman um það. En við vorum sammála um það þegar við vorum að tínast þarna inn að okkur liði illa, sér í lagi vegna þess að við vorum að ræða viðkvæm mál, alls konar mál, og mál sem snerti sérstaklega Klaustursmálið. Og ég held að það hafi verið sérstaklega vendipunkturinn á því að honum [Sigmundi Davíð] var ekki boðið til þessa fundar,“ segir Inga. „En andrúmsloftið er mjög erfitt og mjög þungbúið, ég býst við að flestir skilji það. Þannig að við virðum algjörlega og vorum alveg samstíga um það, og ekki ósátt við það, að hann birtist ekki á þessum fundi.“ Bíður eftir því að Klausturshópurinn segi af sér Aðspurð segist Inga ekkert vita um framhaldið, þ.e. hvort Sigmundur verði áfram útilokaður af fundum stjórnarandstöðunnar. Hún vilji hins vegar að þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember segi af sér. Sjálf var Inga ein þeirra sem umræddir þingmenn höfðu um ófögur orð á Klaustursupptökunum. „Ég bíð bara eftir því að þessir ágætu einstaklingar fari að axla ábyrgð og segi starfi sínu lausu sem kjörnir fulltrúar, segi af sér, og gefi okkur hinum kost á því að líða vel í vinnunni.“ Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi þessa dagana er þungt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins og ein þeirra sem sat að sumbli á Klaustri, gaf í skyn í viðtali á Bylgjunni í gær að ummælin á Klausturbarnum væru hluti af kúltúr sem starfsmenn Alþingis tækju þátt í. Í dag sendi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar og sagði þau ekki eiga við rök að styðjast. Einnig vakti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra athygli í viðtali um Klaustursupptökurnar í Kastljósi í gær. Þar kallaði hún þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ofbeldismenn vegna orðanna sem þeir notuðu til að lýsa henni á Klaustri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki haft sérstakt samráð um að boða ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á fund flokkanna á þriðjudaginn. Formennirnir hafi þó ekki verið ósáttir við að hann birtist ekki á fundinum í ljósi málanna sem þar voru rædd. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. Logi Einarsson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV að hann hafi ekki treyst sér til þess að senda fundarboð á Sigmund Davið. Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum frá Sigmundi vegna málsins.Sjá einnig: „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/VilhelmSammála um að öllum liði illa Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda einu sinni í viku. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram að Sigmundur hefði ekki fengið boð á fundinn á þriðjudag. „Ég var bara boðuð á þennan fund og mætti. Ég sé ekki um að boða á þessa fundi.“ Aðspurð segir hún formenn stjórnarandstöðunnar ekki hafa komið sér sérstaklega saman um að halda fundinn án Sigmundar. Þar sem Klausturmálið hafi verið til umræðu á fundinum hafi formennirnir þó ekki verið ósáttir við fjarveru hans. „Nei, við komum okkur ekkert saman um það. En við vorum sammála um það þegar við vorum að tínast þarna inn að okkur liði illa, sér í lagi vegna þess að við vorum að ræða viðkvæm mál, alls konar mál, og mál sem snerti sérstaklega Klaustursmálið. Og ég held að það hafi verið sérstaklega vendipunkturinn á því að honum [Sigmundi Davíð] var ekki boðið til þessa fundar,“ segir Inga. „En andrúmsloftið er mjög erfitt og mjög þungbúið, ég býst við að flestir skilji það. Þannig að við virðum algjörlega og vorum alveg samstíga um það, og ekki ósátt við það, að hann birtist ekki á þessum fundi.“ Bíður eftir því að Klausturshópurinn segi af sér Aðspurð segist Inga ekkert vita um framhaldið, þ.e. hvort Sigmundur verði áfram útilokaður af fundum stjórnarandstöðunnar. Hún vilji hins vegar að þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember segi af sér. Sjálf var Inga ein þeirra sem umræddir þingmenn höfðu um ófögur orð á Klaustursupptökunum. „Ég bíð bara eftir því að þessir ágætu einstaklingar fari að axla ábyrgð og segi starfi sínu lausu sem kjörnir fulltrúar, segi af sér, og gefi okkur hinum kost á því að líða vel í vinnunni.“ Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi þessa dagana er þungt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins og ein þeirra sem sat að sumbli á Klaustri, gaf í skyn í viðtali á Bylgjunni í gær að ummælin á Klausturbarnum væru hluti af kúltúr sem starfsmenn Alþingis tækju þátt í. Í dag sendi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar og sagði þau ekki eiga við rök að styðjast. Einnig vakti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra athygli í viðtali um Klaustursupptökurnar í Kastljósi í gær. Þar kallaði hún þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ofbeldismenn vegna orðanna sem þeir notuðu til að lýsa henni á Klaustri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40
Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15
Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00