Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:15 Lilja Alfreðsdóttir veitt einlægt og persónulegt viðtal í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. VÍSIR/VILHELM Viðtal Kastljóss við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, var „ákveðið rothögg“ á Miðflokksþingmennina þrjá, sem hún lýsti í gærkvöldi sem ofbeldismönnum. Ímynd hennar sem orðvar stjórnmálamaður hafi gert einlæga lýsingu hennar á upplifun sinni af Klaustursupptökunum þeim mun veigameiri og vígstöðu þingmannanna þriggja að engu. Þetta er mat almannatengilsins Andrésar Jónssonar sem var gestur Bítisins í morgun ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi ráðherra. Óhætt er að fullyrða að fyrrnefnt viðtal við Lilju hafi vakið mikla athygli. Þar talaði hún opinskátt um Klaustursupptökurnar og þá sérstaklega framgöngu þriggja þingmanna Miðflokksins; Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar. Segja má að grófustu ummælin sem látin voru falla á Klaustri umrætt nóvemberkvöld hafi verið um Lilju. Í viðtali gærdagsins lýsti hún þingmönnum þremur sem ofbeldismönnum og bætti við að slíkir menn hefðu ekkert dagskrárvald í íslensku samfélagi. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa og hefur Lilju verið hrósað í hástert fyrir einlægni sína og ákveðni.Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Viðtalið við Lilju og viðbrögðin við Klausturmálinu voru til umfjöllunar í Bítinu í morgun. Allt frá því að upptökurnar litu dagsins ljós hafa þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á Klaustri þann 20. nóvember átt undir högg að sækja. Tveimur hefur verið vísað úr Flokki fólksins og fyrrnefndir Bergþór og Gunnar Bragi hafa tekið sér launalaust ótímabundið leyfi frá þingstörfum.Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Andrés Jónsson, almannatengill, voru gestir í Bítinu í morgun.Umræddir þingmenn hafa allir beðist afsökunar á því sem fram fór þetta kvöld – mismikið þó. Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir, sem einnig er í Miðflokknum, lögðu til að mynda áherslu á það í útvarpsviðtali í Bítinu í gærmorgun að þau gætu ekki borið ábyrgð á þeim orðum sem aðrir létu falla á Klaustri þetta kvöld. Þar að auki sagði Sigmundur að hann hefði margoft upplifað sambærilegt orðbragð frá öðrum þingmönnum sem aldrei hefði verið afhjúpað. Honum þætti því ekki rétt að hann einn myndi bera ábyrgð því að hafa viðhaft slíkan talsmáta – auk þess sem Sigmundur sagðist vera reiðubúinn að bera vitni um orðbragð annarra þingmanna fyrir siðanefnd þingsins, sem kölluð hefur verið saman vegna Klausturmálsins.Samúðarbylgja að rísa Þessi viðbrögð Sigmundar voru af ýmsum talin hafa skapað honum ákveðna vígstöðu í málinu, eins og til að mynda sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason kom inn á. „Það var komin í gang ákveðin samúðarbylgja vegna hinnar látlausu umræðu,“ skrifaði Egill í gærkvöld. Þessa samúð mátti til dæmis lesa úr viðtali Vísis við formann Miðflokksfélags Reykjavíkur í gær. „Í mínum huga finnst mér hann hafa vaxið sem manneskja, en kannski ekki endilega sem stjórnmálaleiðtogi. Mér finnst hann hafa komið fram af ákveðnu æðruleysi,“ sagði Viðar Freyr Guðmundsson. „Ég er líka viss um að það sé alveg rétt hjá honum að þetta hafi ekki verið einstök uppákoma. Að svona samræður fari af stað og úr böndunum.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti í Bítið í gærmorgun og náði að mynda sér ákveðna vígstöðu í Klaustursmálinu að mati þeirra Egils og Andrésar.Vísir/vilhelmEn þá kom Lilja Taflið virðist hins vegar hafa snúist eftir fyrrnefnt viðtal við Lilju í Kastljósi í gær, að mati Katrínar Júlíusdóttur og Andrésar Jónssonar. „Viðtalið við Lilju í gær var alveg ótrúlega sterkt,“ sagði Katrín. Það væri ekki síst vegna þess að Lilja sé ekki stjórnmálamaður sem alla jafna ber tilfinningar sínar á torg eða hefur uppi gífuryrði um menn og málefni. Fyrir vikið hafi hin persónulegu viðbrögð hennar í gær verið þeim mun áhrifaríkari. „Mér fannst það hvernig hún lýsti upplifun sinni vera svo einlægt og það var svo sterkt,“ sagði Katrín um leið og hún sendi Miðflokkskörlunum þremur pillu:„Þeir sem sögðu þetta um hana eiga að hlusta á það sem hún sagði.“ Almannatengilinn Andrés tók í sama streng. „Þetta var ákveðið rothögg sem Lilja veitti þarna í gær – einmitt út af því að fólk veit það að hún hefur ekki verið að hafa uppi mikil stóryrði,“ segir Andrés. Hún hafi nálgast starf sitt faglega að hans mati – „þannig að þegar hún talar með þeim hætti sem hún gerði þá held ég að það rammi inn málið.“ Aðspurður um hvort að hann myndi ráðleggja Miðflokksmönnum að segja af sér, væri hann með mál þeirra á sínu almannatenglaborði, tók Andrés sér góðan umhugsunarfrest áður en hann svaraði á almennum nótum. „Hvort sem það eru stjórnmálamenn, leiðtogar í fyrirtækjum eða félagasamtökum – í öllum störfum þar sem þú ert áberandi og ert að fara fyrir hönd annars fólks - þá þarftu að njóta trausts og trúverðugleika,“ segir Andrés. „Getur maður sinnt starfi sínu ef maður hefur það ekki?“Viðtalið við þau Katrínu og Andrés í Bítinu má heyra hér að neðan. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Viðtal Kastljóss við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, var „ákveðið rothögg“ á Miðflokksþingmennina þrjá, sem hún lýsti í gærkvöldi sem ofbeldismönnum. Ímynd hennar sem orðvar stjórnmálamaður hafi gert einlæga lýsingu hennar á upplifun sinni af Klaustursupptökunum þeim mun veigameiri og vígstöðu þingmannanna þriggja að engu. Þetta er mat almannatengilsins Andrésar Jónssonar sem var gestur Bítisins í morgun ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi ráðherra. Óhætt er að fullyrða að fyrrnefnt viðtal við Lilju hafi vakið mikla athygli. Þar talaði hún opinskátt um Klaustursupptökurnar og þá sérstaklega framgöngu þriggja þingmanna Miðflokksins; Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar. Segja má að grófustu ummælin sem látin voru falla á Klaustri umrætt nóvemberkvöld hafi verið um Lilju. Í viðtali gærdagsins lýsti hún þingmönnum þremur sem ofbeldismönnum og bætti við að slíkir menn hefðu ekkert dagskrárvald í íslensku samfélagi. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa og hefur Lilju verið hrósað í hástert fyrir einlægni sína og ákveðni.Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Viðtalið við Lilju og viðbrögðin við Klausturmálinu voru til umfjöllunar í Bítinu í morgun. Allt frá því að upptökurnar litu dagsins ljós hafa þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á Klaustri þann 20. nóvember átt undir högg að sækja. Tveimur hefur verið vísað úr Flokki fólksins og fyrrnefndir Bergþór og Gunnar Bragi hafa tekið sér launalaust ótímabundið leyfi frá þingstörfum.Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Andrés Jónsson, almannatengill, voru gestir í Bítinu í morgun.Umræddir þingmenn hafa allir beðist afsökunar á því sem fram fór þetta kvöld – mismikið þó. Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir, sem einnig er í Miðflokknum, lögðu til að mynda áherslu á það í útvarpsviðtali í Bítinu í gærmorgun að þau gætu ekki borið ábyrgð á þeim orðum sem aðrir létu falla á Klaustri þetta kvöld. Þar að auki sagði Sigmundur að hann hefði margoft upplifað sambærilegt orðbragð frá öðrum þingmönnum sem aldrei hefði verið afhjúpað. Honum þætti því ekki rétt að hann einn myndi bera ábyrgð því að hafa viðhaft slíkan talsmáta – auk þess sem Sigmundur sagðist vera reiðubúinn að bera vitni um orðbragð annarra þingmanna fyrir siðanefnd þingsins, sem kölluð hefur verið saman vegna Klausturmálsins.Samúðarbylgja að rísa Þessi viðbrögð Sigmundar voru af ýmsum talin hafa skapað honum ákveðna vígstöðu í málinu, eins og til að mynda sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason kom inn á. „Það var komin í gang ákveðin samúðarbylgja vegna hinnar látlausu umræðu,“ skrifaði Egill í gærkvöld. Þessa samúð mátti til dæmis lesa úr viðtali Vísis við formann Miðflokksfélags Reykjavíkur í gær. „Í mínum huga finnst mér hann hafa vaxið sem manneskja, en kannski ekki endilega sem stjórnmálaleiðtogi. Mér finnst hann hafa komið fram af ákveðnu æðruleysi,“ sagði Viðar Freyr Guðmundsson. „Ég er líka viss um að það sé alveg rétt hjá honum að þetta hafi ekki verið einstök uppákoma. Að svona samræður fari af stað og úr böndunum.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti í Bítið í gærmorgun og náði að mynda sér ákveðna vígstöðu í Klaustursmálinu að mati þeirra Egils og Andrésar.Vísir/vilhelmEn þá kom Lilja Taflið virðist hins vegar hafa snúist eftir fyrrnefnt viðtal við Lilju í Kastljósi í gær, að mati Katrínar Júlíusdóttur og Andrésar Jónssonar. „Viðtalið við Lilju í gær var alveg ótrúlega sterkt,“ sagði Katrín. Það væri ekki síst vegna þess að Lilja sé ekki stjórnmálamaður sem alla jafna ber tilfinningar sínar á torg eða hefur uppi gífuryrði um menn og málefni. Fyrir vikið hafi hin persónulegu viðbrögð hennar í gær verið þeim mun áhrifaríkari. „Mér fannst það hvernig hún lýsti upplifun sinni vera svo einlægt og það var svo sterkt,“ sagði Katrín um leið og hún sendi Miðflokkskörlunum þremur pillu:„Þeir sem sögðu þetta um hana eiga að hlusta á það sem hún sagði.“ Almannatengilinn Andrés tók í sama streng. „Þetta var ákveðið rothögg sem Lilja veitti þarna í gær – einmitt út af því að fólk veit það að hún hefur ekki verið að hafa uppi mikil stóryrði,“ segir Andrés. Hún hafi nálgast starf sitt faglega að hans mati – „þannig að þegar hún talar með þeim hætti sem hún gerði þá held ég að það rammi inn málið.“ Aðspurður um hvort að hann myndi ráðleggja Miðflokksmönnum að segja af sér, væri hann með mál þeirra á sínu almannatenglaborði, tók Andrés sér góðan umhugsunarfrest áður en hann svaraði á almennum nótum. „Hvort sem það eru stjórnmálamenn, leiðtogar í fyrirtækjum eða félagasamtökum – í öllum störfum þar sem þú ert áberandi og ert að fara fyrir hönd annars fólks - þá þarftu að njóta trausts og trúverðugleika,“ segir Andrés. „Getur maður sinnt starfi sínu ef maður hefur það ekki?“Viðtalið við þau Katrínu og Andrés í Bítinu má heyra hér að neðan.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45
Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00