Innlent

Steingrímur hefur áhyggjur af Katalóna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti.
Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti. Vísir/Vilhelm
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur sent forsetum beggja deilda spænska þingsins bréf þar sem hann lýsir miklum áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi forseta katalónska héraðsþingsins.

Þetta kom fram á vef Alþingis í gær. Forcadell er ein níu fangelsaðra katalónskra aðskilnaðarsinna. Hún hefur verið ákærð fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu og þótt hún hafi setið í varðhaldi síðan í mars hefur ekki verið réttað í máli hennar.

Forseti Alþingis lagði í bréfi sínu áherslu á grunngildi Evrópuráðsins um lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Þá vakti hann sömuleiðis sérstaka athygli á rétti einstaklinga í varðhaldi á skjótri málsmeðferð fyrir dómstólum samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu.

Fjórir þessara níu Katalóna eru nú í hungurverkfalli vegna þess hversu lengi Katalónarnir hafa verið í varðhaldi án þess að hafa verið gert að koma fyrir dóm.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×