Fylgistap skiljanleg viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:30 Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið myndi Miðflokkurinn ekki ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Flokkurinn mælist þar einungis með rúmlega fjögurra prósenta fylgi samanborið við tæplega 11 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Formaður Miðflokksins segir þetta ekki koma á óvart og túlkar það ekki sem ákall um breytingar. „Ég held að þetta séu eðlileg viðbrögð við umræðunni síðustu daga og mjög skiljanleg viðbrögð," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Þér finnst ekkert ástæða til þess að bregðast við þessu neitt sérstaklega? „Ef ég hefði alltaf brugðist við könnunum þegar þær birtast, sama um hvað þær eru, hefði ég mjög oft lent í mótsögn við sjálfan mig og ekki komist neitt áfram. Maður þarf að líta á hlutina til lengri tíma." Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klausturbar, hefur ákveðið að segja ekki af sér en hafnaði viðtali við fréttastofu um málið í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að kalla þá Sigmund, Gunnar Braga Sveinsson, Guðlaug Þór Þórðarson og Bjarna Benediktsson, á fund vegna umræðna um meintan sendiherrakapal sem heyrast á upptökunni. Guðlaugur sagði í yfirlýsingu í dag að umleitanir sem þessar væru alvanalegar en tók fyrir að Gunnar Bragi ætti inni greiða. Sigmundur segir að Bjarni hafi ekki setið fundinn til að beita þrýstingi heldur til að bera vitni um kosti Gunnars Braga.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.„Hann var ekki að sjá um greiðslu á einhverju loforði. Hann einfaldlega gaf þau skilaboð að Gunnar Bragi væri með mikilvæga reynslu og að hann þekkti hann úr ríkisstjórninni. Það ætti að virða það við hann en ekki neitt annað," segir Sigmundur. Hann segir orðfæri sambærilegt því sem heyrist á Klaustursupptökunum lengi hafa viðhafst á þingi og er tilbúinn til þess að greina ítarlega frá því fyrir siðanefnd sem hefur komið saman vegna málsins. „Fyrst að siðanefnd auglýsir eftir upptökum þá vænti ég þess að hún muni þiggja þær upptökur sem berast af því hvernig þingmenn bera sig í einkasamtölum."Hefur þú heyrt slíkar upptökur? „Já". Þingmenn kannast ekki við orðfærið. „Ég hef aldrei heyrt neitt viðlíka. Hvorki fyrr né síðar," segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. „Ef hann vill meina að hann hafi horft á mörg svona ógeðsleg samtöl, þá má hann bara benda á það fólk sem hefur hagað sér svona, og hætta að ýja endalaust að því og láta okkur öll liggja undir grun með þessu ógeði sínu," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. „Mér er bara hugsað; margur heldur mig sig. Ég held að þetta segi bara meira um Sigmund og fólkið sem hann umkringir sig með. Það er oft þannig að maður heldur að allir séu eins og maður er sjálfur," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég held að í spjalli þingmanna sín á milli séu hlutirnir í allt öðru og miklu betra lagi og alls ekki í neinni líkingu við þetta," segir Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Ef að þetta er algengt held ég að það sé ennþá meiri ástæða til þess að stíga niður fæti jafn harkalega og hefur verið gert og verður vonandi gert til þess að stoppa þetta og uppræta," segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5. desember 2018 13:30 Miðflokkurinn næði ekki manni inn Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli. 5. desember 2018 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið myndi Miðflokkurinn ekki ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Flokkurinn mælist þar einungis með rúmlega fjögurra prósenta fylgi samanborið við tæplega 11 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Formaður Miðflokksins segir þetta ekki koma á óvart og túlkar það ekki sem ákall um breytingar. „Ég held að þetta séu eðlileg viðbrögð við umræðunni síðustu daga og mjög skiljanleg viðbrögð," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Þér finnst ekkert ástæða til þess að bregðast við þessu neitt sérstaklega? „Ef ég hefði alltaf brugðist við könnunum þegar þær birtast, sama um hvað þær eru, hefði ég mjög oft lent í mótsögn við sjálfan mig og ekki komist neitt áfram. Maður þarf að líta á hlutina til lengri tíma." Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klausturbar, hefur ákveðið að segja ekki af sér en hafnaði viðtali við fréttastofu um málið í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að kalla þá Sigmund, Gunnar Braga Sveinsson, Guðlaug Þór Þórðarson og Bjarna Benediktsson, á fund vegna umræðna um meintan sendiherrakapal sem heyrast á upptökunni. Guðlaugur sagði í yfirlýsingu í dag að umleitanir sem þessar væru alvanalegar en tók fyrir að Gunnar Bragi ætti inni greiða. Sigmundur segir að Bjarni hafi ekki setið fundinn til að beita þrýstingi heldur til að bera vitni um kosti Gunnars Braga.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.„Hann var ekki að sjá um greiðslu á einhverju loforði. Hann einfaldlega gaf þau skilaboð að Gunnar Bragi væri með mikilvæga reynslu og að hann þekkti hann úr ríkisstjórninni. Það ætti að virða það við hann en ekki neitt annað," segir Sigmundur. Hann segir orðfæri sambærilegt því sem heyrist á Klaustursupptökunum lengi hafa viðhafst á þingi og er tilbúinn til þess að greina ítarlega frá því fyrir siðanefnd sem hefur komið saman vegna málsins. „Fyrst að siðanefnd auglýsir eftir upptökum þá vænti ég þess að hún muni þiggja þær upptökur sem berast af því hvernig þingmenn bera sig í einkasamtölum."Hefur þú heyrt slíkar upptökur? „Já". Þingmenn kannast ekki við orðfærið. „Ég hef aldrei heyrt neitt viðlíka. Hvorki fyrr né síðar," segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. „Ef hann vill meina að hann hafi horft á mörg svona ógeðsleg samtöl, þá má hann bara benda á það fólk sem hefur hagað sér svona, og hætta að ýja endalaust að því og láta okkur öll liggja undir grun með þessu ógeði sínu," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. „Mér er bara hugsað; margur heldur mig sig. Ég held að þetta segi bara meira um Sigmund og fólkið sem hann umkringir sig með. Það er oft þannig að maður heldur að allir séu eins og maður er sjálfur," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég held að í spjalli þingmanna sín á milli séu hlutirnir í allt öðru og miklu betra lagi og alls ekki í neinni líkingu við þetta," segir Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Ef að þetta er algengt held ég að það sé ennþá meiri ástæða til þess að stíga niður fæti jafn harkalega og hefur verið gert og verður vonandi gert til þess að stoppa þetta og uppræta," segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5. desember 2018 13:30 Miðflokkurinn næði ekki manni inn Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli. 5. desember 2018 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45
Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5. desember 2018 13:30
Miðflokkurinn næði ekki manni inn Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli. 5. desember 2018 06:00