Siðferðisvottun gæti breytt starfsmenningunni á Íslandi Guðmundur G. Hauksson skrifar 6. desember 2018 07:00 Umræðuhefð Íslendinga í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana getur oft verið harkaleg og samskiptin óhefluð. Oft er meira gert af því að „fara í manninn“ í stað þess að fara í „boltann“ og umræðan getur þá orðið persónuleg og ekki lausnamiðuð. Einelti er því miður eitthvað sem er að finna í flestum fyrirtækjum og stofnunum. Einelti er oft erfitt að uppræta og það getur því miður þrifist undir yfirborðinu og jafnvel þannig að bara gerandi og þolandi vita af því. Þolandi veit ekki hvernig á að taka á eineltinu og þetta gæti jafnvel verið yfirmaður hans, sem hefur í hendi sér að segja viðkomandi upp starfi. Hvernig virkar þetta? Þöglir fundir og fólk horfist ekki í augu! Umræða er ekki tekin um lausnir og verkefni eru kláruð seint og illa vegna þess að fólk er að vernda sig eða láta aðra líta illa út. Oft er kynjamisrétti vandamál og eru ljóskubrandarar frægt dæmi þar sem í umræðu er lítið gert úr reynslu fólks vegna kyns. Tvíræðir brandarar geta slökkt á fólki þannig að það þorir ekki að tjá sig af ótta við viðbrögð annarra. Samskiptavandamál geta drepið niður alla framkvæmdasemi og stoppað af allt frumkvæði. Hversu oft hefur þú ekki sagt „Ef ekki væri fyrir fólkið, þá mundi ég elska þessa vinnu.“ Hversu miklum fjármunum er þitt fyrirtæki eða stofnun að eyða vegna svona samskiptavandamála? Engum líkar vel við samskiptavandamál. Margir geta tekist á við þau, en fáum líkar að gera það. Flestir koma sér hjá því að takast á við svona hluti. Hugsaðu aðeins um það hvað mikið sé um samskiptavandamál á þínum vinnustað. Samskiptavandamál og einelti er slæmt fyrir alla, starfsfólkið, rekstraraðila, viðskiptavini og er mjög stór neikvæður efnahagslegur þáttur fyrir samfélagið í heild. Í raun eru samskiptavandamál og einelti eitt af stærstu vandamálunum í íslensku samfélagi sem snerta árlega samkvæmt rannsóknum allt að 7.800 manns. Allt að 60% þessara aðila finna ekki aðra lausn en að hætta störfum eða allt að 4.000 manns á ári. Þetta getur aukið starfsmannakostnað að meðaltali um allt að 30 til 50% hjá fyrirtækjum og stofnunum.Siðferðissáttmáli Hvernig er hægt að taka eftir þessu? Ein af leiðunum gæti verið að starfsfólk setti saman siðferðissáttmála fyrir sinn vinnustað. Vinna ákveðið grunnplagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar séu þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum sameiginlega að séu lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn. Markmiðið væri að leggja grunn að umhverfi þar sem allir geti tjáð sig án þess að verða fyrir áreitni og lagður er grunnur að samstarfi, virðingu, sköpun og virkni. Sidferdi.is er sjálfsprottið umhverfi frá aðilum sem vilja stuðla að bættu siðferði í samfélaginu. Eitt af fyrstu verkefnum sem tekist verður á við, er að taka umræðu um þann möguleika að setja lágmarksviðmið um siðferði sem víðast um samfélagið. Byrja á að leggja grunn að einhvers konar lágmarkssiðferði í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og taka síðan kerfisbundið önnur umhverfi í samfélaginu og gera hið sama. Til lengri tíma litið gætum við stefnt á að vera með svokallaða „SIÐFERÐISVOTTUN“ fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er ekki að steypa alla í sama mót, heldur að skapa ákveðið gólf í þessum efnum sem ekki verði farið niður fyrir. Eitthvað sem flestir geta verið sammála um að hafa sem viðmiðun til að tryggja að við meiðum ekki hvert annað eða höldum hvert öðru niðri. Skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá sig án hræðslu við afleiðingarnar og er öruggt um að tekið verði málefnalega á því sem fram er sett.Höfundur er stofnandi sidferdi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðuhefð Íslendinga í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana getur oft verið harkaleg og samskiptin óhefluð. Oft er meira gert af því að „fara í manninn“ í stað þess að fara í „boltann“ og umræðan getur þá orðið persónuleg og ekki lausnamiðuð. Einelti er því miður eitthvað sem er að finna í flestum fyrirtækjum og stofnunum. Einelti er oft erfitt að uppræta og það getur því miður þrifist undir yfirborðinu og jafnvel þannig að bara gerandi og þolandi vita af því. Þolandi veit ekki hvernig á að taka á eineltinu og þetta gæti jafnvel verið yfirmaður hans, sem hefur í hendi sér að segja viðkomandi upp starfi. Hvernig virkar þetta? Þöglir fundir og fólk horfist ekki í augu! Umræða er ekki tekin um lausnir og verkefni eru kláruð seint og illa vegna þess að fólk er að vernda sig eða láta aðra líta illa út. Oft er kynjamisrétti vandamál og eru ljóskubrandarar frægt dæmi þar sem í umræðu er lítið gert úr reynslu fólks vegna kyns. Tvíræðir brandarar geta slökkt á fólki þannig að það þorir ekki að tjá sig af ótta við viðbrögð annarra. Samskiptavandamál geta drepið niður alla framkvæmdasemi og stoppað af allt frumkvæði. Hversu oft hefur þú ekki sagt „Ef ekki væri fyrir fólkið, þá mundi ég elska þessa vinnu.“ Hversu miklum fjármunum er þitt fyrirtæki eða stofnun að eyða vegna svona samskiptavandamála? Engum líkar vel við samskiptavandamál. Margir geta tekist á við þau, en fáum líkar að gera það. Flestir koma sér hjá því að takast á við svona hluti. Hugsaðu aðeins um það hvað mikið sé um samskiptavandamál á þínum vinnustað. Samskiptavandamál og einelti er slæmt fyrir alla, starfsfólkið, rekstraraðila, viðskiptavini og er mjög stór neikvæður efnahagslegur þáttur fyrir samfélagið í heild. Í raun eru samskiptavandamál og einelti eitt af stærstu vandamálunum í íslensku samfélagi sem snerta árlega samkvæmt rannsóknum allt að 7.800 manns. Allt að 60% þessara aðila finna ekki aðra lausn en að hætta störfum eða allt að 4.000 manns á ári. Þetta getur aukið starfsmannakostnað að meðaltali um allt að 30 til 50% hjá fyrirtækjum og stofnunum.Siðferðissáttmáli Hvernig er hægt að taka eftir þessu? Ein af leiðunum gæti verið að starfsfólk setti saman siðferðissáttmála fyrir sinn vinnustað. Vinna ákveðið grunnplagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar séu þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum sameiginlega að séu lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn. Markmiðið væri að leggja grunn að umhverfi þar sem allir geti tjáð sig án þess að verða fyrir áreitni og lagður er grunnur að samstarfi, virðingu, sköpun og virkni. Sidferdi.is er sjálfsprottið umhverfi frá aðilum sem vilja stuðla að bættu siðferði í samfélaginu. Eitt af fyrstu verkefnum sem tekist verður á við, er að taka umræðu um þann möguleika að setja lágmarksviðmið um siðferði sem víðast um samfélagið. Byrja á að leggja grunn að einhvers konar lágmarkssiðferði í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og taka síðan kerfisbundið önnur umhverfi í samfélaginu og gera hið sama. Til lengri tíma litið gætum við stefnt á að vera með svokallaða „SIÐFERÐISVOTTUN“ fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er ekki að steypa alla í sama mót, heldur að skapa ákveðið gólf í þessum efnum sem ekki verði farið niður fyrir. Eitthvað sem flestir geta verið sammála um að hafa sem viðmiðun til að tryggja að við meiðum ekki hvert annað eða höldum hvert öðru niðri. Skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá sig án hræðslu við afleiðingarnar og er öruggt um að tekið verði málefnalega á því sem fram er sett.Höfundur er stofnandi sidferdi.is
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun