Enn fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Einar Sveinbjörnsson skrifar 6. desember 2018 07:00 Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun