Miðflokkurinn næði ekki manni inn Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. desember 2018 06:00 Frá þingi eftir að fjallað var um upptökur af Klaustri. - Fréttablaðið/Anton Brink Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent