Innlent

Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016.
Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. Vísir/vilhelm
Skrifstofa Alþingis hefur óskað eftir hljóðupptökum af fundi þingmannanna sex á Klaustri. Upptökurnar eru ætlaðar siðanefnd svo hún geti metið hvort umræddir þingmenn hafi brotið siðareglur. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Siðanefnd kemur saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016 vegna Klaustursmálsins en málinu var vísað til nefndarinnar í gær. Nefndin nýtur aðstoðar skrifstofu Alþingis við upplýsingaöflun og hefur skrifstofan þegar óskað eftir gögnum.

Sjá einnig: Siðanefnd ætlar að vinna hratt

Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis sagði í samtali við RÚV að umrædd gögn væru fyrst og fremst umfjöllun fjölmiðla um Klaustursmálið. Einnig þurfi að afla skýringa hjá þeim sem eiga í hlut og þá hefur einnig verið óskað eftir hljóðupptökum af fundi þingmannana sex þann 20. nóvember síðastliðinn.

Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Siðanefnd ætlar að vinna hratt

Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×