Festi segir upp 36 manns í tengslum við samruna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. desember 2018 06:00 Krónuverslanirnar eru eitt af flaggskipum Festar. Vísir/ernir Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00